Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mið 10. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Tækifæri til að komast í sögubækurnar
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins, hefur verið hæst ánægður með hvernig leikmenn hans hafa tæklað mótlætið á Evrópumótinu.

Englendingar mæta Hollendingum í undanúrslitum mótsins í kvöld en England getur í fyrsta sinn komist í úrslitaleik í öðru landi en heimalandinu.

Frammistaðan hefur verið langt í frá sannfærandi en fer batnandi og mátti sjá það í sigri liðsins á Sviss í 8-liða úrslitunum gegn Sviss.

„Það hefur verið mikil breyting. Ég var mjög áhugasamur um þetta því sem þjálfari þá tekur þú skref aftur á bak og fylgist með. Einn helsti styrkur okkar síðustu sjö eða átta ár hefur verið minni ótti og minni hamlanir. En í byrjun mótsins þá sátu væntingarnar þungt á herðum okkar og út á við hefur hávaðinn aldrei verið meiri.“

„Mér fannst við ekki alveg ná að koma okkur á réttan stað en á endanum fannst mér mjög áhrifamikið hvernig leikmennirnir bara keyrðu þetta áfram. Þeir náðu í úrslit og fundu leiðir til að vinna. Mér fannst þetta breytast þegar við komumst í úrslitakeppnina og klárlega í 8-liða úrslitum. Mér fannst ég sjá betri útgáfu af okkur með boltann og meira frjálsræði á okkur.“

„Ég er ekki viss um að öll skilaboðin hafi breyst en mér fannst hópurinn bara breytast. Þú ert kominn á þetta stig mótsins þar sem allir eru að pæla hvað sé hægt að afreka í stað þess að hugsa hvað gæti farið illa. Það er öðruvísi fyrir leikmenn og fyrir íþróttamenn. Núna er tækifærið til að komast í sögubækurnar, sem við höfum notið þess að gera, tækifæri til að komast í fyrsta úrslitaleikinn sem fer ekki fram á Englandi. Það yrði í fyrsta sinn sem Englandi tækist það.“

„Við erum að reyna að feta nýjar brautir. Það er erfitt og flókið en leikmennirnir hafa brugðist frábærlega við og viðnámsþrótturinn hefur verið byggður“
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner