Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 11:36
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hefur ekki talað við Sporting síðan Berta kom heim
Viktor Gyökeres, sóknarmaður Sporting.
Viktor Gyökeres, sóknarmaður Sporting.
Mynd: EPA
Hætta er á að ekkert verði af kaupum Arsenal á Viktor Gyökeres eftir að viðræður við Sporting Lissabon sigldu í strand. Portúgalskir fjölmiðlar segja að félögin hafi ekkert rætt saman síðustu þrjá daga.

Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, flaug út til Portúgals í þeirri von að koma heim með samning en talsvert bar á milli hjá félögunum og fór tómhentur í flugvélina.

Gyökeres hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Arsenal um kaup og kjör en viðræður félagsins við Sporting eru komnar í hnút.

Gyökeres er sagður staðráðinn í að spila ekki aftur fyrir Sporting og fróðlegt að sjá hvernig málin þróast hjá sænska sóknarmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner