Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 10. júlí 2025 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkinga í Kósovó: Ingvar í markið á ný
Ingvar hefur jafnað sig af meiðslum og snýr aftur í mark Víkinga
Ingvar hefur jafnað sig af meiðslum og snýr aftur í mark Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópuvegferð Víkinga hefst í kvöld í Pristina í Kosovo þegar liðið mætir Malisheva í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Byrjunarlið Víkinga hefur verið opinberað

Lestu um leikinn: Malisheva 0 -  1 Víkingur R.

Frá deildarleiknum gegn ÍBV um liðna helgi gerir Sölvi nokkrar breytingar. Ingvar Jónsson snýr aftur í markið en auk hans kemur Tarik Ibrahimagic inn í liðið. Pálmi Rafn Arinbjörnsson og Erlingur Agnarsson fá sér sæti á bekknum í þeirra stað.

Byrjunarlið Víkinga:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir