Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 10. júlí 2025 14:33
Elvar Geir Magnússon
Cifuentes tekur við Leicester
Marti Cifuentes.
Marti Cifuentes.
Mynd: EPA
Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, er að ráða Spánverjann Martí Cifuentes sem nýjan stjóra.

Félagið hefur verið með Gary O'Neil, Chris Wilder, Danny Rohl og Michael Carrick á blaði.

Cifuentes lét af störfum hjá QPR nýlega en hann hafði stýrt liðinu síðan í október 2023.

Ruud van Nistelrooy var látinn fara frá Leicester eftir að liðið féll niður í Championship-deildina og Cifuentes mun fá það verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.


Athugasemdir
banner