Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Como að krækja í þrjá leikmenn til viðbótar
Ramón er með eitt mark í þremur leikjum með Real Madrid í La Liga.
Ramón er með eitt mark í þremur leikjum með Real Madrid í La Liga.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er gríðarlega mikið í gangi hjá Como í byrjun sumars þar sem félagið er að styrkja leikmannahópinn sinn til muna fyrir komandi átök í efstu deild ítalska boltans.

Como gerði vel að halda í þjálfara sinn Cesc Fábregas sem var eftirsóttur í sumar, rétt rúmu ári eftir að hafa lokið við þjálfararéttindin. Nú er félagið að vinna hörðum höndum að því að bæta hópinn.

Félagið er búið að kaupa leikmenn í sumar fyrir um 70 milljónir evra samanlagt, en nokkrir þeirra voru hjá félaginu á láni á síðustu leiktíð. Como endaði óvænt í tíunda sæti deildarinnar og stefnir á að berjast um Evrópusætin á komandi leiktíð.

Félagið ætlar að bæta enn fleiri leikmönnum við hópinn á komandi vikum, þar sem Jacobo Ramón mun koma til félagsins frá akademíu Real Madrid með svipuðu samkomulagi og náðist um Nico Páz á síðustu leiktíð. Ramón er tvítugur og hefur spilað tólf leiki fyrir yngri landslið Spánar.

Como reyndi einnig að kaupa Malick Thiaw frá AC Milan. Félögin náðu samkomulagi um 25 milljón evra kaupverð en Thiaw hafnaði félagaskiptunum.

Máximo Perrone er á leið til félagsins frá enska stórveldinu Manchester City, en hann er 22 ára Argentínumaður með fjórtán leiki að baki fyrir yngri landsliðin. Hann leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum með aðalliði Man City.

Hann lék á láni hjá Como á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Talið er að ítalska félagið greiði um 13 milljónir evra til að kaupa hann, en líklegt er að City haldi hlutfalli af endursöluvirði leikmannsins. Ekki er tekið fram hvort árangurstengdar aukagreiðslur séu innifaldar í verðmiðanum.

Að lokum er spænski landsliðsfyrirliðinn Álvaro Morata einnig á leið til félagsins, ef Galatasaray tekst að ganga frá kaupum á Victor Osimhen. Það er skilyrðið sem tyrkneska stórveldið hefur sett fyrir því að hleypa Morata í burt, en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá Milan.
Athugasemdir
banner