Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Ísland skoraði þrjú en þriðja tapið staðreynd
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur 4 - 3 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('6 )
1-1 Signe Gaupset ('15 )
2-1 Signe Gaupset ('26 )
3-1 Frida Maanum ('49 )
4-1 Frida Maanum ('77 )
4-2 Hlín Eiríksdóttir ('85 )
4-3 Glódís Perla Viggósdóttir ('95 , víti)
Rautt spjald: Marit B. Lund, Noregur ('94) Lestu um leikinn

Ísland lék sinn síðasta leik á EM kvenna í Sviss í kvöld þegar liðið mætti grönnum sínum frá Noregi. Það var ljóst fyrir leikinn að Ísland var fallið úr leik og Noregur var búið að tryggja sér sigur í riðlinum.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel í kvöld og Sveindís Jane Jónsdóttir kom liðinu yfir snemma leiks. Cecilie Fiskerstrand varði skalla frá Alexöndru en boltinn barst til Sveindísar og hún skoraði af stuttu færi.

Norðmenn jöfnuðu metin stuttu síðar þegar Signe Gaupset fékk nægan tíma inn á teignum og skoraði örugglega. Gaupset skoraði síðan annað mark Noregs með skoti fyrir utan teiginn.

Snemma í seinni hálfleik sundurspilaði norska liðið það íslenska og Frida Maanum skoraði þriðja markið. Hún gerði síðan út um leikinn þegar hún skoraði fjórða markið en Gaupset kom að öllum mörkum liðsins.

Hlín Eiríksdóttir klóraði í bakkann fyrir Ísland þegar Sveindís Jane lagði boltann á hana eftir frábæran sprett frá eigin vallarhelmingi. Ísland fékk síðan vítaspyrnu í uppbótatíma þegar Bratberg Lund braut á Hlín og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Glódís Perla Viggósdóttir steig á punktinn og skoraði örugglega og gaf íslenska liðinu örlitla von um að fá eitthvað út úr þessu en nær komust þær ekki og þriðja tapið staðreynd.
Athugasemdir
banner