Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að vera fara eitthvað aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 10. júlí 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Icelandair
EM KVK 2025
Brynjar Atli Bragason.
Brynjar Atli Bragason.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Atli Bragason, varamarkvörður Breiðabliks, er mættur til Sviss til að fylgjast með landsleik Íslands og Noregs á EM í kvöld. Kærasta hans er landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir.

Brynjar var í Evrópuverkefni með Breiðabliki í Albaníu en fékk leyfi frá Halldóri Árnasyni, þjálfara Breiðabliks, til að fara þaðan beint til Sviss.

„Ég fékk sem betur fer leyfi frá Dóra til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss. Ég er þakklátur þeim fyrir að fá að koma hingað og upplifa þetta með öðrum Íslendingum," segir Brynjar.

Blikar töpuðu fyrri leiknum gegn Egnatia 1-0 þar sem heimamenn skoruðu sigurmarkið í blálokin og fögnuðu gríðarlega.

„Það eflir okkur enn meira að vinna þá heima því þeir fögnuðu eins og einvígið væri búið."

Íslenska landsliðið er úr leik fyrir leikinn gegn Noregi en Brynjar vonast eftir því að sjá íslenskan sigur.

„Ég veit að þær eiga mikið inni og vonandi sýna þær það í kvöld. Það væri frábært að fá sigur. Ég fór upp á hótel til þeirra í morgun að hitta Alexöndru og þær virkuðu vel stemmdar," segir Brynjar sem er gríðarlega stoltur af sinni konu.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um landsleikinn og Evrópuverkefni Blika.
Athugasemdir
banner
banner