
Brynjar Atli Bragason, varamarkvörður Breiðabliks, er mættur til Sviss til að fylgjast með landsleik Íslands og Noregs á EM í kvöld. Kærasta hans er landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir.
Brynjar var í Evrópuverkefni með Breiðabliki í Albaníu en fékk leyfi frá Halldóri Árnasyni, þjálfara Breiðabliks, til að fara þaðan beint til Sviss.
Brynjar var í Evrópuverkefni með Breiðabliki í Albaníu en fékk leyfi frá Halldóri Árnasyni, þjálfara Breiðabliks, til að fara þaðan beint til Sviss.
„Ég fékk sem betur fer leyfi frá Dóra til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss. Ég er þakklátur þeim fyrir að fá að koma hingað og upplifa þetta með öðrum Íslendingum," segir Brynjar.
Blikar töpuðu fyrri leiknum gegn Egnatia 1-0 þar sem heimamenn skoruðu sigurmarkið í blálokin og fögnuðu gríðarlega.
„Það eflir okkur enn meira að vinna þá heima því þeir fögnuðu eins og einvígið væri búið."
Íslenska landsliðið er úr leik fyrir leikinn gegn Noregi en Brynjar vonast eftir því að sjá íslenskan sigur.
„Ég veit að þær eiga mikið inni og vonandi sýna þær það í kvöld. Það væri frábært að fá sigur. Ég fór upp á hótel til þeirra í morgun að hitta Alexöndru og þær virkuðu vel stemmdar," segir Brynjar sem er gríðarlega stoltur af sinni konu.
Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um landsleikinn og Evrópuverkefni Blika.
Athugasemdir