Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forest fær 10 milljónir frá Palmeiras (Staðfest)
Mynd: EPA
Nottingham Forest er búið að selja kantmanninn Ramón Sosa til brasilíska stórveldisins Palmeiras, þar sem hann á að hjálpa til við að fylla í skarðið sem Estevao skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Chelsea.

Forest fær um 10 milljónir punda fyrir Sosa, sem er 25 ára gamall og hefur spilað 22 landsleiki með Paragvæ.

Sosa kom við sögu í 23 leikjum með Forest á síðustu leiktíð og tók þátt í fjórum mörkum, en hann þótti ekki nægilega góður fyrir liðið og hefur því verið seldur.

Forest keypti leikmanninn upprunalega frá argentínska félaginu CA Talleres fyrir svipaða upphæð.

Sosa fann ekki taktinn í enska boltanum en gæti verið tilvalinn fyrir brasilísku deildina.


Athugasemdir
banner
banner