
Forysta Íslands gegn Noregi á Evrópumótinu í Sviss var ekki langlíf, en Noregur hefur núna snúið taflinu við.
Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir snemma leiks eftir hornspyrnu.
Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir snemma leiks eftir hornspyrnu.
Ísland hafði þá byrjað leikinn af miklum krafti, en leikurinn virtist snúast algjörlega við þetta mark.
Íslenska náði ekkert að halda í boltann og Noregur pressaði, og pressaði. Jöfnunarmark Noregs kom eftir hornspyrnu þar sem Signe Gaupset var alein í teignum.
Gaupset var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hún skoraði með skoti fyrir utan teig. Íslenska liðið hafði þá átt slaka sendingu úr vörninni.
Athugasemdir