Alejandro Garnacho getur orðið tvöfalt betri, ef hann yfirgefur Manchester United. Þetta segir Aurelio Di Laurentiis, forseti Napoli.
Hann telur að United hamli framþróun leikmannsins og segir að hann gæti orðið stórstjarna ef hann fer til Ítalíumeistarana.
Hann telur að United hamli framþróun leikmannsins og segir að hann gæti orðið stórstjarna ef hann fer til Ítalíumeistarana.
Napoli gerði 40 milljóna punda tilboð í Garnacho í janúar en því var hafnað. Talið er að United sækist eftir því að fá meira en 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.
„Hann er hæfileikaríkur og getur orðið enn betri. Við viljum hann af því að hann er hjá United. Ef hann losnar þaðan verður hann tvöfalt betri leikmaður. Það er eitthvað að hjá United sem ég get ekki útskýrt," segir Di Laurentiis.
Garnacho er ekki í náðinni hjá Rúben Amorim stjóra United sem hefur sagt honum að finna sér nýtt félag.
Athugasemdir