
„Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og mjög erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við gætum fagnað saman inn í klefa sem lið," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.
Þetta var lokaleikur Íslands á EM en liðið var þegar úr leik áður en flautað var til leiks í kvöld. Það var samt sem áður súrt að enda ekki mótið á jákvæðum nótum.
Þetta var lokaleikur Íslands á EM en liðið var þegar úr leik áður en flautað var til leiks í kvöld. Það var samt sem áður súrt að enda ekki mótið á jákvæðum nótum.
Ísland byrjaði leikinn vel en svo hrundi allt eiginlega þegar við komumst yfir.
„Það slitnar á milli okkar og það verða gríðarleg pláss sem þær eru góðar í að finna sér. Sérstaklega leikmaður númer 18 (Frida Maanum). Við leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill. Við misstum þannig tökin á leiknum, leyfðum þeim að stjórna leiknum með boltann. Það er allt í góðu að þær séu með boltann en við leyfðum þeim algjörlega að stjórna og erum bara að elta ein og ein, erum ekkert að ná að tengja saman varnarleikinn okkar. Það var erfitt að ná tökum aftur á því."
Var erfitt að ná sér upp í þennan leik?
„Nei, mér fannst það ekki. Mér fannst við hungraðar að gera vel og fara með góða tilfinningu héðan. En við missum tökin á leiknum og þær eru að sundurspila okkur. Þær skora einföld mörk og það er lélegt hjá okkur. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörk. Þetta er svekkjandi en það er pínu jákvæður punktur að við skorum þessi tvö mörk í lokin og náum næstum því að koma til baka."
Glódís var spurð að því hvort þessi leikur í kvöld hefði minnt á leikinn 2017 gegn Austurríki þegar liðið var í svipaðri stöðu.
„Ég er búinn að loka á þann leik, veit ekki einu sinni hvað gerðist í þeim leik. Mér fannst allavega byrjunin á leiknum í kvöld flott og endirinn fínn, en stór partur í miðjunni þar sem við erum bara að hlaupa um og náum ekki að klukka þær. Það er eitthvað sem við verðum að skoða," sagði Glódís.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir