Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 10. júlí 2025 23:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís reynir að ná boltanum af markverði Noregs eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu í kvöld.
Glódís reynir að ná boltanum af markverði Noregs eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu í kvöld.
Mynd: EPA
Glódís spilaði sinn 140. landsleik í kvöld.
Glódís spilaði sinn 140. landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og mjög erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við gætum fagnað saman inn í klefa sem lið," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.

Þetta var lokaleikur Íslands á EM en liðið var þegar úr leik áður en flautað var til leiks í kvöld. Það var samt sem áður súrt að enda ekki mótið á jákvæðum nótum.

Ísland byrjaði leikinn vel en svo hrundi allt eiginlega þegar við komumst yfir.

„Það slitnar á milli okkar og það verða gríðarleg pláss sem þær eru góðar í að finna sér. Sérstaklega leikmaður númer 18 (Frida Maanum). Við leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill. Við misstum þannig tökin á leiknum, leyfðum þeim að stjórna leiknum með boltann. Það er allt í góðu að þær séu með boltann en við leyfðum þeim algjörlega að stjórna og erum bara að elta ein og ein, erum ekkert að ná að tengja saman varnarleikinn okkar. Það var erfitt að ná tökum aftur á því."

Var erfitt að ná sér upp í þennan leik?

„Nei, mér fannst það ekki. Mér fannst við hungraðar að gera vel og fara með góða tilfinningu héðan. En við missum tökin á leiknum og þær eru að sundurspila okkur. Þær skora einföld mörk og það er lélegt hjá okkur. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörk. Þetta er svekkjandi en það er pínu jákvæður punktur að við skorum þessi tvö mörk í lokin og náum næstum því að koma til baka."

Glódís var spurð að því hvort þessi leikur í kvöld hefði minnt á leikinn 2017 gegn Austurríki þegar liðið var í svipaðri stöðu.

„Ég er búinn að loka á þann leik, veit ekki einu sinni hvað gerðist í þeim leik. Mér fannst allavega byrjunin á leiknum í kvöld flott og endirinn fínn, en stór partur í miðjunni þar sem við erum bara að hlaupa um og náum ekki að klukka þær. Það er eitthvað sem við verðum að skoða," sagði Glódís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner