Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   fim 10. júlí 2025 23:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Ísland lauk leik á EM kvenna í kvöld þegar liðið tapaði gegn Noregi í fjörugum leik. Fótbolti.net ræddi við Guðrúnu Arnardóttir eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Noregur 4 -  3 Ísland

„Við ætluðum okkur sigur í dag og það er vonbrigði að hafa ekki náð því og vonbrigði að hafa ekki komist upp úr riðlinum. Það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu eru lokamínúturnar þar sem við erum að reyna og náum að setja inn tvö mörk og stressa þær aðeins," sagði Guðrún.

„Mér fannst við byrja vel. Þegar við fáum fyrsta markið á okkur byrjar að slitna aðeins á milli okkar. Mér fannst það sem einkenndi okkur."

Hvað tekur við eftir mótið?

„Við fáum margar að fara í frí og getum hlaðað batteríin. Hlutirnir gerast hratt í fótbolta og maður verður að vera fljótur að kúppla sig í annan gír."

Samningur Guðrúnar við norska liðið Rosengard er runninn út en hún sagði frá því að hún væri búin að finna sér nýtt lið.

„Það kemur líklegast eftir viku eða tvær. Þið fáið að sjá það bráðum. Það er ekki búið að skrifa undir pappírana."

Það var risastór hópur sem fylgdi Guðrúnu á mótið en Guðrún er Vestfirðingur og það mátti sjá Vestrafána í stúkunni í kvöld.

„Það er ógðeslega gaman. Manni þykir vænt um að hafa fólkið sitt í stúkunni og alla Íslendingana. Ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég geng inn á völlinn þegar ég heyri í öllum Íslendingunum syngja og hvetja okkur áfram í gegnum súrt og sætt. Ég er stolt af því að fá að spila fyrir framan þetta fólk," sagði Guðrún.
Athugasemdir
banner
banner