Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson fékk samningi sínum rift (Staðfest)
Mynd: EPA
Jordan Henderson hefur fengið samningi sínum við Ajax rift. Hann átti ár eftir af samningnum en óskaði eftir að fá að fara og fékk þá ósk uppfyllta.

Henderson kom til Ajax frá Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í janúar í fyrra og var því í eitt og hálft ár hjá hollenska stórveldinu.

„Ég vil koma á framfæri óendanlega þakklæti til allra sem tengjast Ajax fyrir að gefa mér tækifæri til að vera fulltrúi þessarar ótrúlegu stofnunar undanfarin ár. Að spila fyrir þetta félag var heiður út af fyrir sig. Að hafa fengið þau forréttindi að vera fyrirliði þess var enn meiri. Eina eftirsjá mín er að við náðum ekki meiri árangri fyrir þessa frábæru stuðningsmenn. Þeir eiga skilið að fagna stórum titlum aftur og ég er viss um að sá tími kemur fljótlega," segir Henderson í yfirlýsingu í kjölfar tíðandanna.

Henderson er uppalinn hjá Sunderland og hefur verið orðaður við endurkomu til félagsins en það vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Henderson, sem er 35 ára enskur miðjumaður, hefur einnig verið orðaður við Porto.
Athugasemdir
banner
banner