Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Augnablik og Evrópuslagir
Mynd: Augnablik
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag þegar Augnablik tekur á móti Árbæ í 3. deildinni.

Liðin eigast við í spennandi slag þar sem Augnablik trónir á toppi deildarinnar með 25 stig úr 11 leikjum, tíu stigum fyrir ofan Árbæ.

Augnablik er enn taplaust og getur aukið forystu sína í sex stig með sigri. Hvíti riddarinn er í öðru sæti sem stendur.

Víkingur R. og Valur mæta þá til leiks í fyrstu umferð í forkeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Víkingur kíkir til Kósovó á meðan Valur fær FC Flora í heimsókn frá Eistlandi.

3. deild karla
19:15 Augnablik-Árbær (Fífan)

Forkeppni Sambandsdeildarinnar
18:15 FC Malisheva-Víkingur R. (Fadil Vokrri Stadium)
20:00 Valur-Flora Tallinn (N1-völlurinn Hlíðarenda)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 11 7 4 0 25 - 10 +15 25
2.    Hvíti riddarinn 11 7 1 3 29 - 17 +12 22
3.    Magni 11 6 2 3 19 - 15 +4 20
4.    Reynir S. 11 6 2 3 21 - 20 +1 20
5.    KV 11 5 2 4 31 - 22 +9 17
6.    Tindastóll 11 5 1 5 27 - 19 +8 16
7.    Árbær 11 4 3 4 28 - 30 -2 15
8.    KF 11 3 5 3 13 - 12 +1 14
9.    Sindri 12 3 3 6 17 - 23 -6 12
10.    KFK 12 3 2 7 15 - 26 -11 11
11.    Ýmir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
12.    ÍH 11 1 1 9 19 - 48 -29 4
Athugasemdir
banner