Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kudus til liðs við Tottenham (Staðfest) - Skrifar undir sex ára samning
Mynd: Tottenham
Mohammed Kudus er genginn til liðs við Tottenham frá West Ham. Hann skrifar undir sex ára samning.

Tottenham borgar 55 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla landsliðsmann Gana.

Chelsea og Newcastle höfðu einnig áhuga á að fá hann til sín en Tottenham vann baráttuna.

Kudus gekk til liðs við West Ham frá Ajax árið 2023. Hann lék 80 leiki fyrir West Ham og skoraði 19 mörk.


Athugasemdir
banner
banner