Elías Már Ómarsson er að ganga í raðir Meizhou Hakka í kínversku úrvalsdeildinni. Hann kemur á frjálsri sölu frá NAC Breda í Hollandi.
Fótbolti.net fékk senda mynd af Meixian flugvellinum í Kína þar sem nokkrir stuðningsmenn voru mættir á flugvöllinn 06:30 að morgni til að bjóða Elías velkominn til félagsins.
Fótbolti.net fékk senda mynd af Meixian flugvellinum í Kína þar sem nokkrir stuðningsmenn voru mættir á flugvöllinn 06:30 að morgni til að bjóða Elías velkominn til félagsins.
Elías Már er þrítugur Keflvíkingur sem hefur spilað erlendis síðan 2014. Hann hefur verið í Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Hollandi, og nú Kína.
Hann var markahæsti leikmaður NAC Breda sem hélt sæti sínu í hollensku úrvalsdeildinni á liðinni leiktíð.
Meizhou Hakka er í 14. sæti kínversku deildarinnar þegar mótið er rétt rúmlega hálfnað, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Gengi liðsins hefur verið slæmt að undanförnu og var Serbinn Milan Ristic látinn fara sem þjálfari liðsins á dögunum.
Athugasemdir