Manchester United hefur gengið frá kaupum á framherjanum Enzo Kana-Biyik frá Le Havre.
Hann rann út á samningi í síðasta mánuði en United þarf að greiða uppeldisbætur til franska félagsins.
Hann rann út á samningi í síðasta mánuði en United þarf að greiða uppeldisbætur til franska félagsins.
Enzo er 18 ára Frakki sem er með kamerúnska tengingu og tilkynnti United strax að hann myndi fara á láni til Lausanne Sport í svissnesku úrvalsdeildinni.
Lausanne er í eigu INEOS hópsins sem á hlut í United.
Hann skoraði níu mörk fyrir U19 ára lið Le Havre á síðasta tímabili og var tvisvar á bekknum hjá aðalliðinu.
Enzo á að baki sjö leiki með U18 landsliði Frakklands.
Athugasemdir