Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd krækir í spennandi framherja og lánar hann til Sviss (Staðfest)
Mynd: Manchester United
Manchester United hefur gengið frá kaupum á framherjanum Enzo Kana-Biyik frá Le Havre.

Hann rann út á samningi í síðasta mánuði en United þarf að greiða uppeldisbætur til franska félagsins.

Enzo er 18 ára Frakki sem er með kamerúnska tengingu og tilkynnti United strax að hann myndi fara á láni til Lausanne Sport í svissnesku úrvalsdeildinni.

Lausanne er í eigu INEOS hópsins sem á hlut í United.

Hann skoraði níu mörk fyrir U19 ára lið Le Havre á síðasta tímabili og var tvisvar á bekknum hjá aðalliðinu.

Enzo á að baki sjö leiki með U18 landsliði Frakklands.
Athugasemdir
banner