Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 10. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Nokkrar milljónir undir í kvöld þó Ísland fari ekki áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Úr leik Íslands og Finnlands á dögunum.
Úr leik Íslands og Finnlands á dögunum.
Mynd: EPA
Ísland er úr leik á Evrópumótinu en stelpurnar okkar eiga einn leik eftir gegn Noregi í kvöld.

Það er enn eitthvað í húfi fyrir íslensku leikmennina og KSÍ þar sem hver sigur í riðlakeppni EM gefur 100 þúsund evrur eða tæpar 14,4 milljónir íslenskra króna.

Vísir fjallar um málið en þar segir að helmingi lægri upphæð fáist fyrir jafntefli á mótinu.

Stelpurnar okkar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en í kvöld er tækifæri til að enda mótið á jákvæðum nótum og með verðlaunaféi.

Kvennalandsliðið hefur þegar skilað inn 1,8 milljónum evra fyrir að komast á mótið og getur mest fengið 1,9 milljónir evra með sigri í kvöld. Leikmenn Ísland fá svo að lágmarki 30 prósent af verðlaunafénu til að deila á milli sín.

Ef Ísland vinnur í kvöld þá mun íslenski hópurinn að minnsta kosti deila 570 þúsund evrum á milli sín. Það jafngildir um 83,5 milljónum króna eða rúmlega 3,6 milljónir á hvern leikmann. Með tapi lækkar þessi upphæð nokkuð. Svo gæti verið að prósentan sé hærri hjá KSÍ hvað varðar verðlaunaféið.
Athugasemdir
banner