Arsenal hefur keypt danska miðjumanninn Christian Nörgaard frá Brentford fyrir 15 milljónir punda.
Þessi 31 árs leikmaður gerir tveggja ára samning, með möguleika á ári til viðbótar.
Þessi 31 árs leikmaður gerir tveggja ára samning, með möguleika á ári til viðbótar.
Nörgaard kom til Brentford frá Fiorentina 2019 og varð lykilmaður hjá liðinu. Hann var gerður að fyrirliða og spilaði 196 leiki.
Arsenal sýndi franska miðjumanninum Lucien Agoume áhuga en stjórinn Mikel Arteta ákvað að taka Nörgaard frekar þar sem hann hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta er tilfinningarík stund því hjá Arsenal get ég upplifað þann draum að spila í Meistaradeildinni. Ég er nýorðinn 31 árs og hafði gert nýjan samning við Brentford. Það var kannski óraunhæft að spila í Meistaradeildinni með Brentford þó kraftaverk geti gerst," segir Nörgaard.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar en félagið hefur fengið miðjumanninn Martin Zubimendi frá Real Sociedad og markvörðinn Kepa Arrizabalaga frá Chelsea.
Bringing a wealth of experience.
— Arsenal (@Arsenal) July 10, 2025
Christian Nørgaard is a Gunner ?? pic.twitter.com/hggNBiopmT
Athugasemdir