Real Madrid hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á bakverðinum Alvaro Carreras, Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Real Madrid borgar 50 milljónir evra fyrir hann. Félagið mun borga upphæðina í nokkrum greiðslum.
Man Utd fær tækifæri til að nýta forkaupsrétt en ef enska félagið hafnar því tækifæri fer hann til Real.
Man Utd fær hins vegar góða summu fyrir félagaskiptin til Spánar. Þessi 22 ára gamli portúgalski vinstri bakvörður var í unglingaliði Man Utd frá 2020-2022 en hann var síðan seldur til Benfica í fyrra.
Man Utd fær 20 prósent af söluverðinu til Real Madrid. Alvaro Carreras var einnig í unglingaliði Real Madrid áður en hann gekk til liðs við Man Utd.
Athugasemdir