
„Við fáum á okkur fjögur mörk og það er ekki nógu gott," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.
Þetta var síðasti leikurinn hjá stelpunum okkar á mótinu en þær töpuðu öllum sínum leikjum á EM.
Þetta var síðasti leikurinn hjá stelpunum okkar á mótinu en þær töpuðu öllum sínum leikjum á EM.
Sveindís átti sinn langbesta leik á mótinu í kvöld og var frábær í liði Íslands.
„Já, ég get nú alveg sagt það sjálf að þetta hafi verið besti leikurinn minn á mótinu. Hann kemur samt þegar ekkert er undir. Við erum dottnar út þó við vildum auðvitað gera vel í þessum leik," sagði Sveindís.
„Við vildum vinna leikinn og gefa áhorfendum góðan leik. Þetta var örugglega skemmtilegur leikur að horfa á. Við vildum spila þetta fyrir stuðningsmenn og okkur upp á stoltið. Við vinnum ekki í dag og það er mjög svekkjandi."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir