Tottenham er í viðræðum við Nottingham Forest um möguleg 60 milljóna punda kaup á Morgan Gibbs-White.
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Gibbs-White, sem á fjóra landsleiki fyrir England, var á blaði hjá Manchester City fyrr í sumar.
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Gibbs-White, sem á fjóra landsleiki fyrir England, var á blaði hjá Manchester City fyrr í sumar.
Hann er 25 ára sóknarmiðjumaður með mikinn sköpunarmátt og skoraði sjö mörk aug þess að eiga átta stoðsendingar í 34 úrvalsdeildarleikjum á síðasta tímabili.
Mörg félög hafa sýnt honum áhuga en Tottenham er nú að vinna í því að kaupa hann.
Þá er Tottenham að kaupa Mohammed Kudus frá West Ham fyrir 55 milljónir punda en hann er á leið í læknisskoðun. Félagið hefur að auki áhuga á Yoane Wissa, framherja Brentford.
Athugasemdir