Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Undirbúa nýtt tilboð í Mosquera
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Arsenal er að undirbúa nýtt tilboð í Cristhian Mosquera varnarmann Valencia.

Spænska félagið er búið að hafna tveimur tilboðum frá Arsenal en það hærra er sagt hafa numið um 20 milljónum evra.

Valencia vill fá 25 milljónir fyrir miðvörðinn sinn sem er á síðasta samningsári og ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Arsenal er búið að ná munnlegu samkomulagi við Mosquera um samningsmál.

Mosquera er 21 árs gamall og á 36 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner