Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 10. júlí 2025 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
Icelandair
EM KVK 2025
Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilíu Rán.
Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilíu Rán.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er búið að vera mjög gaman. Við fórum 2017 fyrst og þá tókum við Cecilíu með okkur. Svo vorum við í Englandi síðast og núna hérna," sagði Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilía Ránar, landsliðsmarkvarðar Íslands, í samtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun í dag.

Cecilía hefur varið mark Íslands á mótinu og staðið sig virkilega vel. Hún er aðeins 21 árs gömul og á framtíðina fyrir sér.

Er meira stress að fylgjast með núna þegar Cecilía er í markinu?

„Ég er aldrei stressaður yfir Cecilíu," sagði Rúnar. „Hún skilar alltaf sínu, hefur alltaf gert það og mun alltaf gera það."

Hann segir það frábært að sjá Cecilíu í íslensku landsliðstreyjunni á stóra sviðinu á Evrópumótinu. Cecilía hefur gert vel að koma til baka eftir meiðsli, er komin til Inter á Ítalíu og er orðin byrjunarliðsmarkvörður í landsliðinu.

„Hún er búin að vera að stefna að þessu frá því hún var lítil stelpa. Hún var hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára. Þetta hefur alltaf verið á stefnuskránni hjá henni, að vera atvinnumaður. Þetta er rétt að byrja," sagði Rúnar en í viðtalinu hér að ofan segir hann frá því hvernig Cecilía byrjaði í marki.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner