Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 10. ágúst 2017 19:45
Elvar Geir Magnússon
Sindri Snær: Verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er á leið í bikarúrslitaleik í þriðja sinn á fjórum árum þegar Eyjamenn leika gegn Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á laugardag.

Sindri var í liði ÍBV sem tapaði fyrir Val í úrslitum í fyrra og þá tapaði hann með Keflavík fyrir KR 2014.

„Þetta er skemmtilegasti leikurinn á Íslandi. Ég er kominn með smá reynslu og þetta verður stórleikur. Ég mun gera allt í mínu valdi til að lyfta dollunni á laugardaginn," segir Sindri.

Hjálpar það ÍBV í komandi leik að hafa farið í úrslitaleikinn í fyrra (þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Val)?

„Já klárlega. Menn hafa meiri tilfinningu fyrir því sem er að fara að gerast. Menn eru að fá fleiri áhorfendur og meira umtal. Það er Evrópusæti undir og menn geta spillt spennustigið á réttan hátt þegar menn þekkja þetta."

Sindri býst við góðri stemningu á leiknum.

„Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum."

Eyjamenn eru í fallsæti í Pepsi-deildinni en Sindri býst ekki við því að það hafi neikvæð áhrif á sjálfstraustið fyrir leikinn á laugardaginn.

„Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn," segir Sindri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Mun Man Utd ná Meistaradeildarsæti að lokum?
Athugasemdir
banner