Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 10. ágúst 2017 19:45
Elvar Geir Magnússon
Sindri Snær: Verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er á leið í bikarúrslitaleik í þriðja sinn á fjórum árum þegar Eyjamenn leika gegn Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á laugardag.

Sindri var í liði ÍBV sem tapaði fyrir Val í úrslitum í fyrra og þá tapaði hann með Keflavík fyrir KR 2014.

„Þetta er skemmtilegasti leikurinn á Íslandi. Ég er kominn með smá reynslu og þetta verður stórleikur. Ég mun gera allt í mínu valdi til að lyfta dollunni á laugardaginn," segir Sindri.

Hjálpar það ÍBV í komandi leik að hafa farið í úrslitaleikinn í fyrra (þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Val)?

„Já klárlega. Menn hafa meiri tilfinningu fyrir því sem er að fara að gerast. Menn eru að fá fleiri áhorfendur og meira umtal. Það er Evrópusæti undir og menn geta spillt spennustigið á réttan hátt þegar menn þekkja þetta."

Sindri býst við góðri stemningu á leiknum.

„Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum."

Eyjamenn eru í fallsæti í Pepsi-deildinni en Sindri býst ekki við því að það hafi neikvæð áhrif á sjálfstraustið fyrir leikinn á laugardaginn.

„Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn," segir Sindri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvort liðið vinnur úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner