
Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er á leið í bikarúrslitaleik í þriðja sinn á fjórum árum þegar Eyjamenn leika gegn Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á laugardag.
Sindri var í liði ÍBV sem tapaði fyrir Val í úrslitum í fyrra og þá tapaði hann með Keflavík fyrir KR 2014.
Sindri var í liði ÍBV sem tapaði fyrir Val í úrslitum í fyrra og þá tapaði hann með Keflavík fyrir KR 2014.
„Þetta er skemmtilegasti leikurinn á Íslandi. Ég er kominn með smá reynslu og þetta verður stórleikur. Ég mun gera allt í mínu valdi til að lyfta dollunni á laugardaginn," segir Sindri.
Hjálpar það ÍBV í komandi leik að hafa farið í úrslitaleikinn í fyrra (þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Val)?
„Já klárlega. Menn hafa meiri tilfinningu fyrir því sem er að fara að gerast. Menn eru að fá fleiri áhorfendur og meira umtal. Það er Evrópusæti undir og menn geta spillt spennustigið á réttan hátt þegar menn þekkja þetta."
Sindri býst við góðri stemningu á leiknum.
„Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum."
Eyjamenn eru í fallsæti í Pepsi-deildinni en Sindri býst ekki við því að það hafi neikvæð áhrif á sjálfstraustið fyrir leikinn á laugardaginn.
„Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn," segir Sindri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir