Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. ágúst 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Get ekki hætt að hugsa um hvar hún verður eftir nokkur ár"
Lengjudeildin
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var farið yfir fyrsta þriðjung Lengjudeildar kvenna í síðasta þætti af hlaðvarpinu Heimavellinum.

Knattspyrnuþjálfararnir Aníta Lísa Svansdóttir og Gylfi Tryggvason mættu í heimsókn í þættinum og ræddu við Mist Rúnarsdóttur um næst efstu deild kvenna.

Þegar rætt var um lið Augnabliks, sem situr þessa stundina í sjötta sæti, kom Gylfi inn á leikmann sem hefur heillað hann mjög mikið.

„Ég verð að fá að nefna hana Vigdísi," sagði Gylfi og átti þar við Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur, sem fædd er árið 2005. Hún hefur spilað níu leiki í deild og bikar í sumar og skorað fjögur mörk.

„Ég get ekki hætt að hugsa um hvar hún verður eftir nokkur ár. Hún er að fara í tíunda bekk. Hún er ekki einu sinni búin að velta fyrir sér í hvaða menntaskóla hún er að fara í. Það er þvílíkt efni í henni," sagði Gylfi.

Augnablik er varalið Breiðabliks í kvennaboltanum og það er mikið af efnilegum fótboltastelpum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki í Augnabliki í Lengjudeildinni.

„Þurfa þær ekki bara að stofna þriðja liðið? Það er endilaust framboð virðist vera," sagði Mist.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Heimavöllurinn - Uppgjör á fyrsta þriðjungi Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner