Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 10. ágúst 2020 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Hargreaves: Dortmund er að „blöffa"
Sancho gæti farið í þessum glugga
Sancho gæti farið í þessum glugga
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er viss um að Jadon Sancho gangi til liðs við United á næstu vikum.

Dortmund vill fá 120 milljónir evra fyrir Sancho en United er ekki reiðubúið til að greiða þá upphæð.

Þýska félagið hefur gefið það út að Sancho sé ekki á förum því fresturinn til að kaupa hann rann út í dag og þýðir það að hann spili með Dortmund á komandi leiktíð.

Hargreaves býst þó við því að félögin komist að samkomulagi á næstu vikum og að Sancho spili með United á næsta tímabili.

„Ég er að kalla „blöff" á þetta. Ég held að hann verði leikmaður Manchester United innan skamms," sagði Hargreaves á BT Sport.

„Þeir eru bara að reyna að fá meiri pening fyrir hann. Þetta er náttúrulegt eðli skepnunnar. Þeir vita að United hefur mikinn áhuga á honum og viðræður eru komnar langt á veg. Þess vegna held ég að þeir séu að „blöffa" því þeir vita að hann mun yfirgefa Dortmund fyrir þetta verð," sagði hann ennfremur.

Sancho er mættur til æfinga hjá Dortmund en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner