Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 10. ágúst 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Neita að selja Ben White til Leeds
Brighton hefur hafnað nýju 22 milljóna punda tilboði frá Leeds í varnarmanninn Ben White.

White var á láni hjá Leeds á nýliðnu tímabili þar sem hann hjálpaði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Leeds bauð 18,5 milljónir punda í White á dögunum en því tilboði var hafnað.

Nýja tilboðinu hefur einnig verið hafnað en Brighton vill ekki selja White.

Þess í stað er Brighton að reyna að ganga frá nýjum samningi við leikmanninn.
Athugasemdir
banner