Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. ágúst 2022 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Nökkvi Þeyr afgreiddi Ægi í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA 3 - 0 Ægir
1-0 Sveinn Margeir Hauksson ('76)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('90)
3-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('90)


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Ægir

KA tók á móti Ægi í áhugaverðum slag í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þar sem báðum liðum hefur verið að ganga vel í sumar.

Akureyringar voru ekki að vanmeta gestina úr Þorlákshöfn og mættu til leiks með sterkt byrjunarlið og var staðan markalaus eftir 45 mínútur. KA stjórnaði ferðinni en skapaði sér lítið af færum þar til alveg undir lok hálfleiksins þegar Nökkvi Þeyr Þórisson átti tvær góðar tilraunir - önnur fór í varnarmann og hin í stöngina.

Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn virtust Ægismenn vera að komast meira inn í leikinn en þá refsuðu heimamenn með marki. Sveinn Margeir Hauksson skoraði það mark eftir góða sókn, hann gat lítið annað gert en að skora eftir að hafa fengið boltann frá Nökkva Þey.

Ægismenn fengu hálffæri á lokakafla leiksins en þegar var komið í uppbótartíma ákváðu þeir að leggja allt í sóknina til að sækja sér jöfnunarmark. Það fór ekki betur en svo að Nökkvi Þeyr skoraði tvö mörk með stuttu millibili til að gulltryggja sigur KA og þátttöku Akureyringa í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Flott varnarframmistaða hjá Ægi sem nýtti ekkert hálffæri og missti einbeitingu í uppbótartíma en KA-menn eru einu númeri of stórir.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
28. Gaber Dobrovoljc
30. Sveinn Margeir Hauksson

Byrjunarlið Ægir:
0. Stefán Blær Jóhannsson
0. Djordje Panic
7. Milos Djordjevic
8. Renato Punyed Dubon
11. Stefan Dabetic
13. Dimitrije Cokic
17. Þorkell Þráinsson (f)
23. Ágúst Karel Magnússon
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson
28. Bjarki Rúnar Jónínuson
31. Arnar Páll Matthíasson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner