Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
PSG að selja Kalimuendo til að kaupa Fabian Ruiz
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Paris Saint-Germain er að selja hinn tvítuga Arnaud Kalimuendo til Rennes fyrir rúmlega 20 milljónir evra. Sá peningur verður notaður til að fjármagna kaup á Fabian Ruiz, miðjumanni Napoli, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og kostar í kringum 25 milljónir.


Kalimuendo er öflugur og fjölhæfur framherji sem hefur skorað 14 mörk í 27 leikjum fyrir yngri landslið Frakklands.

Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið á láni hjá Lens og skorað 21 mark í 65 leikjum. Frábær tölfræði hjá þessum unga leikmanni sem átti tvítugsafmæli í janúar.

Fabian Ruiz hefur verið lykilmaður í sterku liði Napoli undanfarin fjögur ár en ætlar ekki að gera nýjan samning. Hann er 26 ára gamall og vill berjast um titla eftir fjögur skemmtileg ár hjá Napoli.

PSG og Napoli eru nálægt því að ná samkomulagi um kaupverð og er Ruiz búinn að gefa munnlegt samþykki við samningstilboðinu frá PSG.

Napoli mun reyna við Nahitan Nandez leikmann Cagliari til að fylla í skarðið og þá hefur félagið einnig áhuga á Tanguy Ndombele og Giovanni Lo Celso hjá Tottenham.

Ruiz er nýlega búinn að festa sig í sessi í spænska landsliðinu og hefur komið að 37 mörkum í 166 leikjum hjá Napoli þrátt fyrir að spila oft sem djúpur miðjumaður. 

Á síðustu leiktíð tók Ruiz beinan þátt í 11 mörkum í 32 leikjum í Serie A, sjö mörk og fjórar stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner