Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 10. ágúst 2024 17:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir: Bandaríkin meistarar eftir tólf ára bið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilía 0 - 1 Bandaríkin
0-1 Mallory Swanson ('57)

Bandaríkin eru Ólympíumeistarar í kvennaflokki eftir tólf ára bið, þar sem bandaríska landsliðið vann síðast Ólympíuleikana 2012 sem voru haldnir í London og hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan.

Bandaríkin unnu Ólympíuleikana þrisvar í röð frá 2004 til 2012 eftir að hafa einnig unnið 1996 og endað í öðru sæti um síðustu aldamót.

Í dag spiluðu Bandaríkin við Brasilíu og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem bæði lið áttu fínar marktilraunir sem rötuðu þó ekki í netið.

Bandaríkin byrjuðu seinni hálfleikinn betur og tóku forystuna á 57. mínútu, þegar Mallory Swanson slapp í gegn og kláraði snyrtilega framhjá Lorena markverði Brasilíu.

Það voru 10 mínútur í uppbótartíma og blésu þær brasilísku þá til sóknar en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góð færi. Bandaríkin gerðu vel að halda út til að tryggja sér langþráðan sigur á Ólympíuleikunum.

Þetta er í þriðja sinn sem Brasilía kemst í úrslitaleik Ólympíuleika kvenna og í þriðja sinn sem liðið tapar gegn Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner