Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 10. september 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
„Atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar"
Hafrún Kristjánsdóttir.
Hafrún Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég hef aldrei séð þessa stofu svona fulla. Það var troðið og ég er í skýjunum með þetta," sagði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur við Fótbolta.net eftir málþing um andlega líðan íþróttamanna sem fór fram í HR í gær.

Yfir 200 manns mættu á málþingið og ljóst er að umræðan um andlega líðan íþróttamanna er orðin mun opnari en áður.

„Þessir íþróttmenn sem hafa stigið fram eiga allan heiðurinn af því. Það hefur kveikt í fólki að hugsa aðeins um þetta og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að því að við gerum hlutina betri."

Á málþinginu kynnti Hafrún niðurstöður úr rannsókn sem Margrét Lára Viðarsdóttir gerði á andlegri líðan hjá íslenskum atvinnumönnum.

„Við skoðuðum alla atvinnumenn Íslands í boltaíþróttum. Ef við berum þá saman við almenning á sama aldri þá kemur í ljós að atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar þeirra á aldrinum 20-35 ára. Í kringum 23% skora það hátt á kvíðahvörfum að það er ástæða til að grípa inn í, hvort sem það er vægt inngrip eða ekki."

Hvað er til ráða fyrir aðila sem eru að glíma við andleg vandamál? „Fyrst og fremst að láta vita af sér og leita sér hjálpar. Það eru til meðferðir við kvíða og þunglyndi. Til dæmis hugræn atferlismeðferð. Það þarf að leita sér hjálpar við þessu eins og þú leitar þér hjálpar ef þú slítur krossband," sagði Hafrún sem vonar að umræðan um þessi málefni haldi áfram.

„Það þurfa allir í íþróttahreyfingunni að grípa boltann núna, ræða þetta og hvetja til þess að umræðan sé opin," sagði Hafrún.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner