Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Móðir Tammy Abraham grét eftir kynþáttafordóma
Tammy Abraham framherji Chelsea.
Tammy Abraham framherji Chelsea.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, framherji Chelsea, segir að móðir sín hafi farið að gráta yfir kynþáttafordómum sem leikmaðurinn varð fyrir í síðasta mánuði.

Abraham klikkaði á vítaspyrnu gegn Liverpool í leik um Ofurbikar Evrópu og í kjölfarið varð hann fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.

„Ég man að ég ræddi við mömmu. Hún var tilfinningarík og grátandi," sagði Abraham. „Hún var að hugsa: 'Af hverju hann? Af hverju hann?' Það er auðvitað ekki gott að heyra, sérstaklega þegar sonur þinn verður fyrir barðinu á fordómum."

„Ég er sterkur karakter að mínu mati og þetta truflar mig ekki jafn mikið. Þegar ég segi það þá gæti þetta truflað fólk sem er ekki með sama persónuleika og ég. Þetta var áskorun fyrir mig."

„Ég fór í gegnum miklar tilfinningar. Allir klikka á vítaspyrnu en ég var auðvitað í rusli eftir að ég klikkaði á þessari spyrnu."

Athugasemdir
banner
banner
banner