Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. september 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góður fundur Wijnaldum og Klopp
Wijnaldum hefur leikið með Liverpool frá 2016.
Wijnaldum hefur leikið með Liverpool frá 2016.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum og Jurgen Klopp áttu góðan fund í gær að sögn Sky Sports.

Þeir funduðu um framtíð Wijnaldum hjá Liverpool. Hinn 29 ára gamli Wijnaldum er ofarlega á óskalista Ronald Koeman hjá Barcelona en hann á eitt ár eftir af samingi sínum við Liverpool.

Wijnaldum vill vera áfram í herbúðum Liverpool og vonast hann til að fundur hans og Klopp, stjóra liðsins, muni skila því að hann fái nýjan og góðan samning.

Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar en þær sögur hafa ekki verið að heyrast mjög hátt síðustu daga. Það er þó nóg eftir af glugganum og margt sem getur gerst.

Enska úrvalsdeildin hefst á laugardag og mætir Liverpool nýliðum Leeds í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner