Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 10. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Inter vill fá Seri
Ítalska félagið Inter vill fá miðjumanninn Jean Michael Seri í sínar raðir frá Fulham.

Seri varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Fulham þegar félagið keypti hann á 25 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Seri náði ekki að gera mikið með Fulham þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2019.

Í kjölfarið var Seri lánaður til Galatasaray þar sem hann spilaði á síðasta tímabili.

Inter hefur verið á eftir N'Golo Kante, miðjumanni Chelsea, en félagið gæti snúið sér að Seri þar sem hann er talsvert ódýrari.


Athugasemdir
banner