Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópsku deildirnar mótfallnar hugmynd Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er háttsettur hjá FIFA og vill hann koma því í gegn að stórmót svo sem HM og EM verði spiluð á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Keppnirnar yrðu því haldnar á víxl og þá væri stórmót á hverju ári.

Þessi hugmynd hefur fengið mikinn mótbyr meðal knattspyrnuhreyfingarinnar og eru Samtök evrópskra atvinnumannadeilda búin að gefa frá sér yfirlýsingu.

„Deildirnar eru allar sammála um að vera á móti því að halda Heimsmeistaramótið á tveggja ára fresti. Deildirnar munu vinna saman gegn því að þessi hugmynd verði að veruleika," segir meðal annars í yfirlýsingunni, en í samtökunum má finna stjórnendur knattspyrnufélaga úr öllum helstu deildum Evrópu.

„Svona ákvörðun myndi eyðileggja knattspyrnu fyrir félög, leikmenn og áhorfendur í Evrópu og um allan heim."

Gianni Infantino, forseti FIFA, er hlynntur þessari hugmynd Wenger en Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, hefur gagnrýnt hana opinberlega.
Athugasemdir
banner
banner