Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. september 2022 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Handanovic í essinu sínu í sigri Inter á Torino
Marcelo Brozovic fagnar sigurmarki sínu gegn Torino
Marcelo Brozovic fagnar sigurmarki sínu gegn Torino
Mynd: EPA
Inter 1 - 0 Torino
1-0 Marcelo Brozovic ('89 )

Marcelo Brozovic var hetja Inter er liðið vann Torino, 1-0, í Seríu A á Ítalíu í dag. Sigurmarkið kom undir lok leiksins en þetta var fjórði sigur Inter í deildinni.

Gestirnir í Torino voru betri aðilinn framan af og sköpuðu sér nóg af hættulegum færum. Nikola Vlasic fékk þrjú ágætis færi til að skora en Samir Handanovic átti stórleik í marki Inter.

Það var því grátlegt fyrir liðið að fá ekki einu sinni stig úr leiknum en eina mark leiksins kom á 89. mínútu. Nicolo Barella átti laglega vippu inn fyrir á Marcelo Brozovic sem skoraði af stuttu færi.

Fjórði sigur Inter í deildinni og er liðið nú með 12 stig í 3. sæti á meðan Torino er í 7. sæti með 10 stig.

Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir spilaði þá allan leikinn í 2-0 tapi Milan fyrir Roma. Þetta var annar leikur Milan á tímabílinu en liðið er enn án stiga.

Athugasemdir
banner
banner
banner