Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 15:20
Aksentije Milisic
Lengjudeild kvenna: Víkingur sótti þrjú stig austur
Tvenna hjá Oduro í dag.
Tvenna hjá Oduro í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 1-3 Víkingur R
0-1 Christabel Oduro ('15)
0-2 Christabel Oduro ('28)
1-2 Katrín Edda Jónsdóttir ('48)
1-3 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('87)


Það var einn leikur á dagskrá í Lengjudeild kvenna í dag en þá áttust við Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Víkingur R fyrir austan.

Bæði lið eru um miðja deild og geta ekki farið upp. Því var heiðurinn í húfi í dag og að reyna enda sem hæst á töflunni.

Gestirnir að sunnan reyndust sterkari í dag en Christabel Oduro skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Víkinga og var staðan 0-2 í leikhléi.

Katrín Edda Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur strax í byrjun síðari hálfleiks en það var svo Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Víkinga með marki eftir hornspyrnu.

Víkingur er í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með 32 stig og en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er í sætinu fyrir neðan með 26 stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner