Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. október 2018 11:44
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Gylfi: Frábært að hafa stjóra sem er sammála manni
Icelandair
Gylfi hefur verið á eldi með Everton.
Gylfi hefur verið á eldi með Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann skoraði stórkostlegt mark í sigri gegn Leicester um síðustu helgi.

„Þetta er eitt af mínum bestu mörkum. Þetta var sigurmarkið sem gerði það enn sérstakara. Það eru eitt eða tvö önnur mörk sem eru í kringum þetta," sagði Gylfi þegar hann var spurður að því hvort þetta væri hans flottasta mark.

Marco Silva, stjóri Everton, er með Gylfa í lykilhlutverki og lætur hann spila í 'tíunni'. Það er staðan sem flestir eru sammála um að sé besta staða íslenska landsliðsmannsins.

„Það er frábært að hafa þjálfara sem treystir manni. Hann er sammála mér hvar ég er bestur á vellinum. Það er farið að ganga vel hjá liðinu. Á heildina litið eru allir mjög sáttir með hann."

„Við erum mikið betri en í fyrra og okkur finnst það líka sem leikmenn. Vonandi erum við komnir á beinu brautina," sagði Gylfi.

Jói Berg og Alfreð koma með reynslu og sjálfstraust
Gylfi sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Guingamp í dag en þar mun Ísland leika vináttulandsleik gegn Frakklandi á morgun.

Gylfi fékk spurningu um hversu gott væri að endurheimta Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason en þeir voru ekki með í síðasta landsleikjaglugga vegna meiðsla.

„Fyrir liðið er frábært að fá þá aftur. Það er gott fyrir þá að vera heilir og þeir hafa verið að spila mjög vel," sagði Gylfi.

„Þeir koma með mikið sjálfstraust og reynslu inn í liðið. Fyrir hópinn er frábært að vera með tvo leikmenn sem hafa þetta mikla reynslu og hæfileika eins og þeir eru með."
Fréttamannafundurinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner