Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 16:30
Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfir í Kaplakrika til að hlífa Laugardalsvelli
Icelandair
Frá æfingu íslenska liðsins í morgun.
Frá æfingu íslenska liðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur í leiknum gegn Rúmeníu.
Laugardalsvöllur í leiknum gegn Rúmeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið hefur æft síðustu tvo daga á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en ekki á Laugardalsvelli eins og vaninn er. Liðið vann góðan sigur á Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið 2 - 1.

Ísland mætir Dönum í Þjóðadeildinni á sunnudagskvöld og Belgum á miðvikudagskvöld. Danska liðið æfir á Laugardalsvelli í kvöld en Freyr Alexandersson aðstoðaþjálfari íslenska liðsins segir að íslenska liðið vilji hlífa Laugardalsvelli.

„Laugardalsvöllurinn er undir miklu álagi, eins og þið sáuð í leiknum á móti Rúmeníu er völlurinn laus í sér," sagði Freyr í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

Sjá einnig:
Spáð mikilli rigningu á morgun - „Engar áhyggjur af vellinum"

„Danirnir koma í dag og þeir eiga rétt á æfingu á vellinum. Við vorum bara að gefa vallarstarfsmönnum aðeins meiri tíma til að vinna í vellinum svo hann verði betri fyrir leikinn á morgun," hélt Freyr áfram.

Búist er við mikilli rigningu á morgun fram að leiknum gegn Dönum sem þó gæti minnkað á meðan leiknum stendur. Sama staða verður svo á miðvikudag þegar Belgar koma í heimsókn.

„Það skipti ekki öllu máli hvort við værum á Laugardalsvelli eða einhverjum öðrum góðum grasvelli á þessari æfingu í morgun. Við þekkjum alveg Laugardalsvöll og vorum bara að hlífa vellinum til að hafa hann sem bestan á morgun."

„Kaplakrikavöllur var góður, það var reyndar frost í nótt svo það var frost í honum en þiðnaði fljótt og það var vel tekið á móti okkur í Hafnarfirði."


Viðtalið við Frey er í heild sinni í útvarpsþættinum Fótbolta.net frá í dag. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan og í öllum helstu podcastveitum.
Útvarpsþátturinn - Gamla bandið, Arnar Grétars og leikmannakönnun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner