Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 10. október 2020 08:35
Fótbolti.net
Landsliðið, leikmenn og Arnar Grétars á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað í beinni útsendingu frá Suðurlandsbrautinni í Reykjavík í dag laugardag milli 12 og 14 í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Landsliðið mun að sjálfsögðu fá stóran sess, rætt verður um sigurinn gegn Rúmenum og komandi leiki.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari verður á línunni.

Rætt verður Arnar Grétarsson, þjálfara KA. Bæði um landsliðið og nýjan samning hans við Akureyrarfélagið.

Þá verður rætt um óvissuástandið í íslenska boltanum við Arnar Svein Geirsson, forseta Leikmannasamtaka Íslands.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner