Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2020 10:15
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið leikmanna sem eru félagslausir
Mynd: Mirror
Ezequiel Garay.
Ezequiel Garay.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að búið sé að loka glugganum þá er enn hægt að styrkja leikmannahóp sinn með því að næla í leikmenn sem eru fáanlegir á frjálsri sölu.

Mirror setti saman úrvalslið leikmanna sem eru félagslausir og bíða eftir rétta tækifærinu.

Markvörður: Danijel Subasic
Það eru tvö ár síðan hann byrjaði í úrslitaleik HM. Subasic er núna félagslaus eftir að hafa yfirgefið Mónakó í júní. Hann vann Frakklandsmeistaratitil með félaginu.

Hægri bakvörður: Nathaniel Clyne
Missti af Englandsmeistaratímabili Liverpool vegna meiðsla. Hefur verið að æfa með sínu fyrrum félagi, Crystal Palace.

Miðvörður: Jozo Simunovic
26 ára og yngstur í þessu liði. Vann tólf titla með Celtic en skoska félagið lét hann óvænt fara eftir síðasta tímabil. Meiðsli hafa fylgt honum.

Miðvörður: Ezequiel Garay
Þessi 33 ára argentínski varnarmaður er án félags eftir fjögur ár hjá Valencia. Kostur fyrir félag sem vill áreiðanlegan og reynslumikinn miðvörð.

Vinstri bakvörður: Gael Clichy
Eftir þrjá Englandsmeistaratitla þá gekk þessi fyrrum leikmaður Manchester City og Arsenal í raðir Istanbúl Basasehir árið 2017. Þessi 35 ára Frakki hjálpaði liðinu að verða Tyrklandsmeistari á þessu ári.

Miðjumaður: Jack Wilshere
Félagaskipti hans frá Arsenal til West Ham áttu að glæða hann nýju lífi en meiðsli gerðu það að verkum að hann gat aðeins spilað 18 leiki fyrir Hamrana. Sjálfur segist Wilshere telja sig hafa ýmislegt fram að færa fyrir lið í efstu deild.

Miðjumaður: Steven Defour
Á 52 landsleiki fyrir Belga og fór vel af stað þegar hann gekk í raðir Burnley en slæm meiðsli settu svo strik í reikninginn. Var hjá Royal Antwerp á síðasta tímabili.

Miðjumaður: Yohan Cabaye
Þessi 34 ára leikmaður hefur spilað yfir 150 úrvalsdeildarleiki fyrir Newcastle og Crystal Palace. Hann var það góður hjá Newcastle að PSG fékk hann til sín.

Hægri vængur: Daniel Sturridge
Hann er búinn að afplána veðmálabannið og þessi fyrrum sóknarmaður Liverpool vonast eftir samningi í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað fyrir Trabzonspor síðasta tímabil.

Vinstri vængur: Danny Welbeck
Verður líklega ekki lengi samningslaus. Eftir að hafa verið hjá Manchester United og Arsenal fór hann til Watford en gat aðeins spilað 18 leiki á tímabili þar sem liðið féll. Félagið leysti hann undan samningi þar sem launakostnaður hans var mikill.

Sóknarmaður: Mario Mandzukic
Hefur sagt bless við Katar og Al-Duhail. Síðast þegar króatíski sóknarmaðurinn spilaði tímabil í Evrópu gerði hann tíu mörk fyrir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner