Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 10. október 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Souness heldur áfram að hnýta í Pogba - „Búinn að sóa hæfileikum sínum“
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Graeme Souness nýtti tækifærið til að gagnrýna franska miðjumanninn Paul Pogba í hlaðvarpsþættinum Three Up Front á dögunum, en þetta er ekki í fyrsta og líklega ekki síðasta skiptið sem hann mun gera það.

Souness hefur aldrei farið leynt með skoðun sína á Pogba, sem hann telur vera latan leikmann.

Þegar hann vann sem sparkspekingur hjá Sky Sports gagnrýndi hann Pogba leik eftir leik, sem varð á endanum hálfgerður farandbrandari.

Fyrrum þjálfarinn og leikmaðurinn stóðst ekki mátíð og gagnrýndi Pogba í enn eitt skiptið í hlaðvarpsþættinum Three Up Front á dögunum.

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, en hann er búinn að sóa þessum hæfileikum. Versta sem gat komið fyrir hann var að vinna HM því eftir það fór hann að slaka á. Jose Mourinho kallaði Pogba vírus þegar hann var hjá félaginu. Pogba er latur leikmaður, en miðjan er staða sem ég tek persónulega.“

„Þetta er eina staðan á vellinum þar sem þú ert að mæta leikmanni sem er að reyna gera það sama. Ég vildi alltaf eiga betri dag en andstæðingurinn og það eina sem mér var kennt að gera var að leggja harðar að mér en andstæðingurinn. Pogba fer bara út á völl og reynir að sýna öllum hvað hann er sniðugur í stað þess að reyna að gera dag mótherjans ömurlegan. Hann hefur getuna og þessa íþróttalegu yfirburði sem þú þarft, en það vantar bara eitthvað upp á í hausnum,“
sagði Souness um Pogba.

Pogba hefur ekkert spilað síðan í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Á dögunum var bannið stytt niður í átján mánuði og má hann hefja æfingar í janúar og byrja að spila í mars á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner