Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 10. október 2024 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðan svört í hálfleik hjá U21 - Þurfa þrjú mörk
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nú er í gangi leikur U21 landsliðs Íslands og Litháens í undankeppni EM 2025. Staðan í hálfleik er 0-2 fyrir gestina frá Litháen.

Ísland þarf að vinna þennan leik til að komast í úrslitaleik gegn Dönum í lokaumferð riðilsins svo íslenska liðið þarf frábæran seinni hálfleik til að koma sér úr erfiðri stöðu.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Mörk gestanna á Víkingsvelli komu á 16. og 31. mínútu. Litháen var án stiga í riðlinum fyrir leikinn í dag.

„Alls ekki frammistaða til að hrópa húrra fyrir hér hjá okkar drengjum. Það er þó nóg eftir og leikurinn alls ekki búinn, margt þarf þó að batna," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í hálfleik en hann textalýsir leiknum.

Ef Ísland vinnur ekki í dag þá á liðið ekki séns á því að komast á EM.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 7 4 2 1 16 - 8 +8 14
2.    Wales 7 4 2 1 12 - 9 +3 14
3.    Ísland 7 3 0 4 9 - 12 -3 9
4.    Tékkland 6 2 2 2 8 - 10 -2 8
5.    Litháen 7 1 0 6 7 - 13 -6 3
Athugasemdir
banner
banner
banner