Breiðablik hefur fengið Finn Orra Margeirsson í sínar raðir frá KR.
Finnur skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt en samningur hans hjá KR var að renna út.
Finnur skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt en samningur hans hjá KR var að renna út.
„Það er frábært að fá Finn Orra aftur í Breiðablik þar sem hann á heima. Hann er mikill leiðtogi bæði innan og utan vallar og leikmaður sem á eftir að styrkja Blikaliðið verulega á næstu árum," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Finnur Orri er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Blikum en hann spilaði með meistaraflokki félagsins frá 2008 til 2014 áður en hann ákvað að ganga í raðir FH.
Hann var þó aðeins á mála hjá FH í nokkra mánuði áður en hann var seldur til Lilleström í Noregi. Finnur eyddi ári í Noregi áður en hann ákvað að snúa heim og spila með KR-ingum.
Finnur hefur spilað þar síðan en hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta ári.
Athugasemdir