Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 12:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Kári Árna: Ég leyfi huganum ekki að fara þangað
Icelandair
Kári Árnason hefur leikið 85 landsleiki.
Kári Árnason hefur leikið 85 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi á fimmtudagskvöld. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti á EM.

Kári er orðinn 38 ára og var spurður að því í viðtali við RÚV hvort hann hafi leitt hugann að því hvert framhaldið verði á hans landsliðsferli ef leikurinn tapast á fimmtudaginn.

„Ég leyfi mér ekki að fara þangað. Þetta er það sem ég hef lifað fyrir í langan tíma, það er að segja fótboltalega séð, ég lifi nú fyrir allt annað í daglegu lífi. Ég leyfi huganum ekki að fara þangað, við ætlum bara að vinnan þennan leik, svo einfalt er það," segir Kári.

Kári meiddist á ökkla í sigurleiknum á móti Rúmeníu í október en það tók hann ekki langan tíma að jafna sig á þeim meiðslum en hann hefur áður meiðst á ökkla.

„Þetta reddaðist bara, þetta leit ekki vel út en var aðeins minna en menn héldu. Þegar þú ert búinn að gera þetta svona oft tekur þetta styttri tíma."

Kári er bjartsýnn fyrir leikinn á fimmtudagskvöld.

„Þetta er lið sem er búið að spila lengi saman. Það er lykilatriði að það séu sem flestir úr þessu byrjunarliði klárir í slaginn. Það virðist vera þannig að það eru fáir að glíma við meiðsli þó að leikformið sé ekki upp á tíu er lykilatriði að hafa þessa menn inn á," segir Kári við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner