Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. nóvember 2020 20:15
Aksentije Milisic
Kvikmynd um Ibrahimovic væntanleg á næsta ári
Mynd: AC Milan
Kvikmyndin I am Zlatan er væntanleg á næsta ári og verður hún byggð á ævisögu Zlatan Ibrahimovic.

Jakob Beckman og David Lagercrantz skrifa handritið og Jens Sjogren leikstýrir kvikmyndinni. Það verða tveir leikara sem munu leika Zlatan.

Dominic Bajraktari Andersson leikur Zlatan á aldrinum 11-13 ára og Granit Rushiti leikur eldri Zlatan sem verður 17-23 ára.

Tökur hófust í síðasta mánuði og mun þeim ljúka í Amsterdam. Áætlað er að myndin verið gefin út haustið 2021.

„Ibrahimovic er miklu meira en leikmaður. Hann er leiðtogi, goðsagnakennd táknmynd, hann er eins og honum hentar og það getur enginn leikið hann eftir," sagði framleiðandinn Andrea Occhipinti.
Athugasemdir
banner
banner
banner