Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. nóvember 2020 18:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafal Stefán í Þrótt Vogum (Staðfest) - Ragnar framlengir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rafal Stefán Daníelsson er genginn í raðir Þróttar Vogum frá Fram. Rafal var að láni hjá Þrótti í sumar og lék nítján af tuttugu leikjum liðsins þegar það endaði í 3. sæti 2. deildar.

Rafal er átján ára en verður nítján síðar í þessum mánuði. Hann fékk fyrir frammistöðu sína í sumar fjórar tilnefningar og var þriðji kostur í lið ársins í 2. deild.

Sjá einnig:
Rafal Stefán: Lánið til Bournemouth setti strik í reikninginn (9. maí)

Þetta eru ekki einu fréttirnar af Þrótturum því Ragnar Þór Gunnarsson skrifaði undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Ragnar lék 17 leiki með Þrótti í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner