Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 10. nóvember 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samstarfi Lingard og Raiola lokið eftir einungis 10 mánuði
Samstarfi Jesse Lingard, leikmanns Manchester United, og umboðsmannsins umdeilda, Mino Raiola, er lokið eftir einungis tíu mánaða samstarf. Þetta herma heimildir ESPN.

Raiola var í janúar að reyna koma sér inn á enskan markað og samdi við Jesse Lingard að sjá um hans mál. Raiola er reglulega gagnrýndur fyrir að hafa of mikil áhrif á leikmenn sína og þeirra ákvörðunartöku.

ESPN segir að nú munu fjölskyldumeðlimir Lingard sjá um hans mál. Ákvörðunin um að slíta samstarfi við Raiola er sögð hafa verið gerð í samþykki beggja aðila og er sagt að allt sé í góðu á milli Lingard og Raiola.

Samningur Lingard við United rennur út næsta sumar en United getur nýtt sér ákvæði í samningnum og framlengt samninginn um eitt ár. Ólíklegt er að United nýti sér það ákvæði.

Lingard hefur ekki leikið síðan í september þar sem hann hefur glímt við meiðsli á mjöðm. Þessi 27 ára miðjumaður var orðaður við Porto og Tottenham í sumar. Hann skoraði eitt mark í 40 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner