Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 10. nóvember 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alba mjög ósáttur við dómarann þegar Inter Miami féll úr leik
Mynd: EPA

Jordi Alba var mjög pirraður út í dómarann í leik Inter Miami gegn Atlanta United í nótt þegar Inter Miami féll úr leik í úrslitakeppni MLS deildarinnar.


Lið Inter Miami er stjörnumprýtt og var sigurstranglegasta liðið í keppninni en féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa bætt stigametið í deildakeppninni.

Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Alba hafi verið mjög pirraður út í dómarann og kallað hann margoft heigul á meðan leiknum stóð.

„Við höfum verið stöðugasta liðið, við bættum stigametið en við vildum vinna úrslitakeppnina. Éeg ætla ekki að vera sá sem breytir fyrirkomulaginu en þetta virðist vera svolítið ósanngjarnt. Þetta hefur verið svona lengi en ef þú spyrð mig þá hefðu meistararnir úr deildunum átt að mætast," sagði Alba.

Alba hrósaði Brad Guzan, markverði Atlanta, í hástert eftir leikinn.

„Hamingjuóskir til þeirra. VIð vissum hverjir styrkleikar þeirra voru. Markmaðurinn var stórkostlegur, hann stoppaði allt og var sá sem gerði útslagið. Við gerðum sumt vel og annað illa," sagði Alba.


Athugasemdir
banner
banner